Rannsóknarbúgarðurinn Kebwesi

DSC_0038 (1)Að ræta upp landsvæði sem er við það að leggjast undir eyðimörkina, krefst sérfræðikunnáttu. Jan Vandenabeele hafði unnið í mörg ár fyrir mismunandi þróunarsamtök, til dæmis SIDA, SÞ, bæði í Afríku, Asíu og Suður Ameríku. Flest þessara verefna voru rekin fyrir fjármuni frá þróunarhjálp sem einkennast af miklum fjármunum í byrjun verkefnisins, en erfiðleikar til að tryggja rekstarfé til lengri tíma. Að rækta skóg er langtímaverkefni og flest þeirra varð að leggja niður vegna fjárskorts.

5B2003 keypti hann búgarðinn Kebwesi ca 200 km austan við Nairobi og gerði að rannsóknarbúgarði. Hann hefur þróað ræktunaraðferðir við sömu aðstæður og bændur búa við á mörkum eyðimerkurinnar, ekkert rafmagn, takmarkað aðgengi að vatni og mjög þurrt landsvæði.

 

DSC_0073 (1)Á búgarðinum er hann með sauðfé, sem gengur frjálst um landið, en skíturinn frá þeim er mjög góður áburður fyrir gróðurinn.

Þarna byrjaði hann að rækta Mukau tré en það eru tré sem uxu villt i Kenya áður, en eru nú í mikilli útrýmingarhættu. Þau fjölga sér eðlilega með að skjóta rótum, en Jan þróaði aðferð til að sá þeim. Þau bera ávöxt sem er mjög harður. Inní þeim eru fræin, en þar eru þau eru svo vel varin að fjölgun er illfær eftir náttúrulegri leið.

5dMango er einnig tré sem vex náttúrulega á þessum svæðum. Vandamálið er að uppskerutíminn er mjög stuttur og þá fyllist markaðurinn af mangó og verðið fellur. Með að stjórna vökvuninni hefur Jan tekist að fá trén til að bera ávöxt tveim mánuðum fyrr en eðlilegt er en gefst þá þrisvar sinnum hærra verð fyrir afurðina. 

DSC_0075 (1)Fyrir utan mangó og mukaua standa yfir tilraunir til að rækta babau hnetur en þær eru maldar og duftið er vinsælt heilsubótaefni.   Fyrir utan að það er talið gefa fallegt hár og húð eru margir sem halda því fram að það auki kynhvötina. Afurðir frá þessum hnetum eru seldar í náttúrulækningaverslunum.

mitiBetter Globe er leiðandi í ræktun á mörkum eyðimerkurinnar. Fyrir utan að búgarður Jans er reglulega heimsóttur af háskólum i Nairobi, þá gefur Better Globe ut fagritið Miti sem þýðir skógur á swahili.

 

 


Hugmyndin að baki Better Globe

 

rinoRino Solberg, stofnandi fyrirtækisins Better Globe hefur rekið fyrirtæki í Afríku allt sitt fullorðinslíf. Fyrir utan sinn fyrirtækjarekstur, hefur hann unnið við að ISO sertifisera fyrirtæki, verið ráðgjafi og rithöfundur. Hann er giftur Julie Solberg, sem hafði flúið frá Úganda til Noregs á tímum Idi Amins. Eftir hans fall, flutti fjölskyldan tilbaka til Úganda.

 

julieÞau eignuðust engin börn saman, svo hún hefur notað starfsorku sína til að gefa fátækum börnum í heimabæ sínum Kabale, möguleika til að mennta sig. Hún stofnaði  Child Africa á  áttunda áratugnum.  Samtökin reka nú tvo skola í Úganda. Skólarnir njóta mikillar virðingar og eru sérstakir fyrir að leggja mikla áherslu á heiðaleika. Börnin læra hvernig spillingin heldur fátækum í greipu sinni og eina leiðin út er að vera heiðaleikur. 20% barnanna eru heyrnarlaus og kynnast táknmáli í fyrsta sinn þegar þau koma í skólann.

put intregrity firstRino hafði fundið mikla gleði við að aðstoða eiginkonu sína við hennar verkefni. Þegar hann hætti hefðbundnum fyrirtækjarekstri 60 ára gamall, ákvað hann því að láta draum sinn rætast og helga restinni af ævistarfinu þeirri leið sem hann var sannfærður um að var áhrifaríkust til að útrýma fátæktinni. Skapa atvinnutækifæri og uppræta spillingu. Hann er meðvitaður um að hann kemur ekki í mark á sinni lífstíð, en nákvæmlega eins og ánægjan við að dansa er ekki að ljúka dansinum, heldur að njóta hans, þá mundi þetta verkefni veita honum ánægju þar til hann kveður þetta líf.

Hann stofnaði skógræktarfyrirtækið Better Globe Forestry í Kenýa.

Hann ákvað að notað það jákvæða sem Kenýa hefur uppá að bjóða, nóg starfsfólk, mikið landsvæði, sól og gott loftslag allan ársins hring og næringarlíka jörð. Eina vandamálið var skortur á vatni en lausn á því vandamáli var forsenda þess að verkefnið mundi takast. Hann vissi einnig um vilja vesturlandabúa til að gefa fjármuni til þróunarhjálpar og var því sannfærður að sama fólk væri tilbúið að leggja enn meiri fjármuni að mörkum ef einhver ágóði kæmi tilbaka. 

 

Ef þú villt kaupa tré og gera gagn um leið og þú sparar til framtíðarinnar, þá kaupir þú tré og gjafapakka hér. www.betterglobe.com/21534

 

 


Hvers vegna er fátæktin svo mikil í Kenýa?

aKenýa er eitt af fátækustu löndum heimsins, þó hagvöxtur hafi aukist mikið, þá nýtur stór hluti fólksins ekki  góðs af því. Hluti af landinu er að leggjast undir eyðimörkina sem breikkar um 2-300m metra á hverju ári.  Á þeim svæðum býr fátækast fólk heimsins. Fólk sem lifir við hungur ef regntíminn kemur of seint.

e 70% eru atvinnulausir, meðalaldurinn er um 17 ár og meðallífslengd um 40 ár. Konur og börn eru í miklum meirihluta. Eiginmennirnir fara oft til borgarinnar í atvinnuleit, en oft mistekst það og í stað þess að snúa tilbaka með skömmina, reyna þeir að hefja nýtt líf, oft með nýja eiginkonu og fleiri börnum.

 

 

 

försörelseAtvinnutækifærin eru engin þar sem fyrirtækjarekstur er ekki til staðar.  Flestir eru bændur en þar sem enginn skógur er og ekkert sem bindur jarðveginn, er rigninginn loksins þegar hún kemur, oft óvinurinn sem sópar burtu ræktuninni. Ekkert skjól er fyrir sterkri sólinni og enginn raki frá öðrum jurtum.

 

kol Eina leiðin er oft að rækta eitthvað sem vex svo fljótt að uppskeran næst áður en þurrkatíminn byrjar. Um 40% af uppskerunni eyðilegst þó og þá eru fá úrræði önnur en framleiða kol úr þeim fáu trjáhríslur sem fólk finnur og selja við þjóðveginn. Fólk veit hvaða afleiðingar það hefur fyrir framtíða ræktun, en eru börnin svöng og valmöguleikarnir ekki aðrir.

 

 

vattenkioskVatnsskorturinn er gífulegur.  Á 60 ferkílometra svæði ( 20x30 km)var bara ein vatnsbúð. Fólk kom gangandi snemma á morgnanna og beið oft fleiri klukkustundir í biðröð. Vatnsgæðin eru góð, en vatnið dýrt.

 

 

 

 

grevaÞeir sem ekki hafa ráð á að kaupa vatn, geta farið að ánni og náð í vatn, en hún þurrkast upp 2-3 dögum eftir að regntímanum líkur. Það er þó möguleiki að grafa holu á botninum  og ná sér í vatn þar. Vatnið er ókeypis, en gæðin léleg. Það er bæði salt og skítugt.

 

 

 

vattenEg smakkaði á þessu vatni og varð ekki veik. Ég veit þó ekki hvernig við hér á vesturlöndum gætum notað þetta vatn.

Fá börn hafa möguleika til að ganga í skóla. Það er yfirleitt þeirra verkefni að ná í vatn, hjálpa til við framfleyslu heimilisins og oft eru engir skólar í nágreninu.

 

börn að sækja vatn

Fleiri miljarðar USD koma inn í landið á ári í formi þróunarhjálpar. Auðvitað eru mörg dæmi þess að þessir fjármunir komi að notum, en það er algengara að þeir lendi í vösum ríkra embættismanna. Í Kenýa eru fleiri skólar reknir fyrir gjafafé, skólar sem aldrei hafa verið byggðir, hafa enga kennara né nemendur.  Fyrir utan að landið er að leggjast undir eyðimörkina, er spillingin sennilega ástæðan fyrir því að fátæktin er svo mikil.


Geitin Gréta

Ríkir verða ríkari og fátækir verða fátækari, þrátt fyrir baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Flestir eru sammála um að maður verður ekki ríkur af að vinna mikið. Við höfum bara 24 tíma í hverjum sólarhring svo tímarnir sem hægt er að selja í atvinnu eru af skornum skammti. Þeir sem hafa orðið ríkir hafa orðið það vegna þess að þeir hafa sett peningana sína í vinnu, þ.e. fjárfest í stað þess að vinna sjálfir fyrir hverri krónu.

Ég hef undanfarin 3 ár fjárfest og það hefur orðið mikil breyting á fjármálum mínum. Ég hef einnig boðið öðrum leið til að fjárfesta í trjám í AfríkuGreta geit, fjárfesting sem er nokkuð örugg ef tekið er tillit til hversu mikill skortur er á trjám í heiminum, ódýr og opin einnig þeim sem ekki hafa svo mikil fjárráð og siðferðislega mjög góð fjárfesting þar sem hún bætir lífið fyrir fátækasta fólk jarðar

Myndirnar hér að neðan eru af tveimur af mínum uppáhaldsfjárfestingum.. Önnur gefur 15% arð eða 12 sinnum peningana á 20 árum, hin fjárfestingin er nýtt fyrirtæki sem býður 30% arð. Ef spá á i framtíðina er best að kíkja á fortíðina. Annað fyrirtækið er 10 ára og hefur borgað út arð frá upphafi eftir áætlun en hitt er alveg nýtt og því meiri áhætta.

Geitin mín hún Gréta, býr á búgarði í Sómalíu og allar geiturnar sem þar búa, eiga það sameiginlegt að það er fólk á vesturlöndum sem á þær. Með því að kaupa geitur í Sómalíu, stuðla ég að auknum atvinnutækifærum. Fleiri geta séð fyrir fjölskyldu sinni og færri verða fjárhagsflóttamenn, því flestir vilja búa í sínu heimalandi ef það væri bara mögulegt.

Gréta á von á sér, einhvern tíman innan 2 mánaða. Ef hún fær karlkyns afkvæmi, verður hann seldur í sláturhúsið og við fáum sölulaun. Ef hún fær kvenkyns atkvæmi, fær hún að lifa, verður stór og býr til fleiri geitur, fyrir utan mjólkina sem er seld. :D á þennan hátt mun ég fá um 30% arð á ári.

Ég sá hitti fólk sem stundaði þessi viðskipti þegar ég var á ferð í Kenýa. Ég mun skrifa meira um það síðar.

Hér fáið þið alla vega að sjá mynda f geitinni minni. Ef einhver hefur áhuga á að kaupa geit, bendi ég á heimasíðuna https://www.ari.farm/


Hvers vegna viljum við auka tekjur?

Skapa peningar hamingju?

Það eru mismunandi skoðanir á því. Margir segja að það sé betra að vera hamingjusamur en ríkur, en er það annað hvort eða?  Nú eru ekki allir fátækir séu hamingjusamir og allir ríkir óhamingjusamir. Peningar eru ekki allt, en flestir eru sammála að þeir gera lífið léttara og endalausar fjárhagsáhyggjur geta eyðilagt  ástarsambönd og hamingjuna.   Þetta hefur náttúrulega verið rannsakað eins og allt annað.

Hópur fólks sem hafði góðan fjárhag, en lifði samt ekki í allsnægtum, tók þátt í rannsókn um hvort fjárhagur skipti einhverju máli fyrir hamingjuna. Hópurinn svaraði spurningum sem mældi hamingju. Síðan fengu allir ákveðna upphæð að gjöf og hamingjan var mæld aftur með spurningum. Þremur mánuðum síðar var svo mælingin endurtekin, en þá gerðu þátttakendur einnig grein fyrir hvernig þeir höfðu notað peningana. Niðurstaðan var þessi;

Allir urðu hamingjusamari þegar peningagjöfin kom, en þrem mánuðum síðar var hamingjan komin niður í sama horf og hún var fyrir peningagjöfina,  nema hjá mjög litlum hópi. Þegar athuguð var hvort einhver fylgni væri milli varanleika hamingjunnar og hvað fólk gerði við peningana, kom í ljós að þeir sem höfðu gefið einhverjum hluta af peningunum, urðu hamingjusamir lengur. Það má því ætla að peningar geri fólk hamingjusamari, ef peningarnir eru notaðir á réttan hátt.

Hvers vegna er auði svo misskipt?

95 íbúa jarðar eiga 5% eigna jarðarinnar. Restin eða 95% eru þá í eigu 5% jarðarbúa.  Ég held flestir séu þeirra skoðunar að þetta geti varla verið réttlátt.  Hvers vegna er þetta þá svona? Auðvitað er fólk á mismunandi launum. Sumir eru fæddir ríkir,  fá stóran arf frá ríkum ættingjum og aðrir vinna í happdrætti. Það sýnir sig þó að tekjur og arfur hefur lítil áhrif á eignir.  Við höfum öll heyrt um fólk sem er fætt í sárri fátækt og deyr mjög ríkt. Eða náungan sem er fæddur með silfurskeið í munninum, erfir gífurlegar fjárhæðir og deyr í sárri fátækt. Kannanir sýna að þeir sem vinna stórar upphæðir í happdrætti, eru flestir fátækari þremur árum síðar. Hvernig stendur  á þessu? Hvað gera þeir örðuvísi sem tekst að láta peningana vaxa?

Á sjöunda áratugnum var gerð sálfræði rannsókn á fjögurra ára börnum í leikskóla í USA. Rannsóknin er þekkt undir nafninu Marsmellofs prófið.

Barn var tekið inn í autt herbergi með bara einu borði og einum stól. Engin leikföng, gluggi eða annað sem hægt var að dreifa huganum við. Barnið fékk einn marsmellofs puða og er sagt að það megi gera eins og það vill við hann. Borða eða geyma, en ef barninu tekst að geyma sælgætið þar til rannsóknaraðilinn kæmi inn aftur, þá mundi barnið fá einn  í viðbót. Barnið var síðan skilið eftir eitt. Flest áttu erfitt með að láta sælgætið vera, sum nörtuðu í það en öðrum tókst að láta það eiga sig. Hér má sjá hvernig tilraunin fór fram.

Rannsókninni var svo fylgt eftir á 10 ára fresti, þegar börnin voru táningar, á háskóla aldri og á fullorðins aldri.  Það sýndi sig að þeir sem gátu beðið eftir umbun og fengið þá tvöfalda umbun, vegnaði betur bæði í unglingaskóla, voru líklegri til að fara í háskólanám og vegnaði betur í lífsgæðakapphlaupinu sem fullorðin.  Það má því ætla að það séu fleiri í hópi þeirra 5% sem eiga um  95% af eignunum. Nú er það ekki svo að manni séu allar dyr lokaðar þó maður hafi ekki getað beðið eftir umbun fjögurra ára. Þetta er eitthvað sem hægt er að læra seinna á lífsleiðinni.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband