Geitin Gréta

Ríkir verða ríkari og fátækir verða fátækari, þrátt fyrir baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Flestir eru sammála um að maður verður ekki ríkur af að vinna mikið. Við höfum bara 24 tíma í hverjum sólarhring svo tímarnir sem hægt er að selja í atvinnu eru af skornum skammti. Þeir sem hafa orðið ríkir hafa orðið það vegna þess að þeir hafa sett peningana sína í vinnu, þ.e. fjárfest í stað þess að vinna sjálfir fyrir hverri krónu.

Ég hef undanfarin 3 ár fjárfest og það hefur orðið mikil breyting á fjármálum mínum. Ég hef einnig boðið öðrum leið til að fjárfesta í trjám í AfríkuGreta geit, fjárfesting sem er nokkuð örugg ef tekið er tillit til hversu mikill skortur er á trjám í heiminum, ódýr og opin einnig þeim sem ekki hafa svo mikil fjárráð og siðferðislega mjög góð fjárfesting þar sem hún bætir lífið fyrir fátækasta fólk jarðar

Myndirnar hér að neðan eru af tveimur af mínum uppáhaldsfjárfestingum.. Önnur gefur 15% arð eða 12 sinnum peningana á 20 árum, hin fjárfestingin er nýtt fyrirtæki sem býður 30% arð. Ef spá á i framtíðina er best að kíkja á fortíðina. Annað fyrirtækið er 10 ára og hefur borgað út arð frá upphafi eftir áætlun en hitt er alveg nýtt og því meiri áhætta.

Geitin mín hún Gréta, býr á búgarði í Sómalíu og allar geiturnar sem þar búa, eiga það sameiginlegt að það er fólk á vesturlöndum sem á þær. Með því að kaupa geitur í Sómalíu, stuðla ég að auknum atvinnutækifærum. Fleiri geta séð fyrir fjölskyldu sinni og færri verða fjárhagsflóttamenn, því flestir vilja búa í sínu heimalandi ef það væri bara mögulegt.

Gréta á von á sér, einhvern tíman innan 2 mánaða. Ef hún fær karlkyns afkvæmi, verður hann seldur í sláturhúsið og við fáum sölulaun. Ef hún fær kvenkyns atkvæmi, fær hún að lifa, verður stór og býr til fleiri geitur, fyrir utan mjólkina sem er seld. :D á þennan hátt mun ég fá um 30% arð á ári.

Ég sá hitti fólk sem stundaði þessi viðskipti þegar ég var á ferð í Kenýa. Ég mun skrifa meira um það síðar.

Hér fáið þið alla vega að sjá mynda f geitinni minni. Ef einhver hefur áhuga á að kaupa geit, bendi ég á heimasíðuna https://www.ari.farm/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband