Þróunaraðstoð / Atvinnusköpun. Hvað er árangursríkara?

Í síðustu viku vorum við með 3 fundi í Svíþjóð, þar sem hátt á 1000 mans voru boðnir. Fólk fékk að heyra Rino Solberg, Julie Solberg og Jan Bolmeson segja frá því sem Better Globe gerir i Afríku. Gestirnir keyptu 50 000 tré, sem er náttúrulega alveg frábært. Það voru þó ekki allir sem komust á fundinn sem hefðu óskað þess, svo pantanir hafa haldið áfram að streyma inn.
 
rino ted talksI gær talaði Rino á TedTalks ræðuráðstefnunni í Gautaborg um hvernig Better Globe vinnur að því að eyða fátækt í Afríku. Hann lagði áherslu á þrjú atriði sem eru forsenda þess að manni takist verkefnið, en það eru
 
1. Skapa atvinnutækifæri
2. Veita örlán
3. Sjá til að börn fái menntun.
 
Þessi þrjú atriði eru grunnurinn í því sem fyrirtækið Better Globe gerir.
 
Nú er salan af trjám komin uppí 64 000 tré og ekki er hægt að loka fyrir tilboðið, þar sem ekki hefst undan að skrá kaupin. Það hefur því safnast rúmlega 1 miljón evrur eða um 132,5 miljónir ISK.
 
landsvæði sem sýnir hversu auðveldara er að rækta milli trjánna en á auðu svæði.Þessi trékaup duga til að útvega 245 bændum atvinnu í 10-15 ár með launum sem duga til að framfleyta fjölskyldum þeirra. Fjölskyldur í Kenýa eru stærri en á Íslandi, en ef við reiknum með kjarnafjölskyldu, þá fá um 1000 mans framfærslu i 10-15 ár.
 
Ef við berum þetta saman við þróunarhjálp, þá lifir fólk á þessum slóðum undir fátækramörkum sameinuðu þjóðanna sem liggur á 2 USD á dag. Ef við gerum ráð fyrir að kaupverð 64 000 trjáa sem er um 1 088 000 evrur, fari allt til þess sem það er ætlað og ekkert i spillta starfsmenn, þá mun um 30% fara i almennan kostnað og restin dugar þá til að sjá 83 persónum fyrir 2 evrum á dag i 12,5 ár.
Þetta skýrir vel hvers vegna þróunaraðstoð gerir svo lítið gagn. 
 
 
Koltvísýringsjafna lífið fyrir um 3500 vesturlandabúa í eitt ár.
Þessi tré munu einnig gefa eigendum sínum gróða uppá um það bil 1870 miljónir íslenskra króna.
 
ringar bgOg hvernig er þetta hægt? Jú með því að framleiða vöru sem er mörgum sinnum verðmætari en sú upphæð sem er borguð í arð til trjáeigenda.
 
 
mukauaEf þið eruð forvitin um hvernig þetta gerist, farið inná slóðina hér neðan og horfið á fyrirlesturinn frá Gautaborg. Því miður var Rino veikur þennan dag og stóð ekki á sviðinu, en hann var með okkur í salnum og svaraði spurningum. Fyrirlesturinn byrjar þegar 2:02;00 eru eftir af bandinu, svo spólið aðeins fram.Kynningarfundur í Gautaborg 10. november 2016
 
 
Viljið þið kaupa tré, þá farið þið inná Kaupa tré og viljið þið notfæra ykkur tilboðið sem enn er í gildi, þá hafið samband við mig og ég panta fyrir ykkur.
 
 

Hvers vegna er ekki Better Globe meira þekkt en raun ber vitni?

Samtals hefur Better Globe gróðursett  887 852 tré 1. nóvember i ár. Þar af hafa 332 850 tré komið í jörðina síðastlið´na 12 mánuði

Þar sem bara er hægt að gróðursetja undir regntímabilið, þá bíða nú 443 922 trjáplöntur eftir að verða gróðursettar.

Þegar ég var í Afríku í ágúst í fyrra, höfðu 35 bændur gert samning um að rækta tré á sínu landi. Núna eru þeir orðin 1 112 og fer ört fjölgandi.

Af þessum tölum má sjá að fyrirtækið er á hraðri ferð uppávið. Fyrirtækið fór mjög varlega af stað. Það tekur langan tíma að vinna með grasrótinni. Kosturinn er að við höfum alla með okkur núna svo nú förum við á fulla ferð áfram. 2044 munum við hafa gróðursett eitt tré fyrir hvert mannsbarn á þessari jörð.


í þessari viku fengu 190 fjölskyldur framfærslu i 10-15 ár

childSíðan á þriðjudagskvöldið hafa Rino og Julie Solberg ásamt Jan Bolmeson verið á fyrirlestraferð í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö. Við sem vinnum fyrir fyrirtækið, höfum lagt nótt við dag til að kynna starfsemina og bjóða fólki á fundina. Samtals boðuðu um 800 mans komu sína á fundina, en vegna mikillar snjókomu urðu margir veðurteftir.

skatteprisetÁrangurinn varð samt alveg frábær. Við seldum á þessum 3 dögum 50 000 tré og ef með eru tekin bónustré sem viðskiptavinir fengu í magnafslátt má segja að árangurinn af þessum 3 dögum sé eftirfarandi;

 

190 fjölskyldur hafa fengið atvinnu og framfærslu í 10-15 ár. Venjulegt er að einn bóndi rækti um 300 tré á sínu landi og með grænmetisræktun á milli trjánna, getur bóndinn framfleytt fjölskyldu sinni.

2 800 vesturlandabúar hafa koltvísýrings jafnað líf sitt. Að meðaltali orsökum við losun 10,5 tonn koltvísýrings á ári. Með því að kaupa 21 tré á ári getur maður róað samvisku sína eitthvað alla vega. Kaupir þú 20 tré á tilboðsverði núna, færðu 22 tré fyrir 41 500 krónur en arðurinn verður þá tæpar 560 000 krónur.

Um 1000 mans á í Svíþjóð og ásamt nokkrum  íslendingar líka laughing hafa sett sparifé sitt í vinnu þar sem það mun auka sitt verðgildi 12 sinnum næstu 20 árin. Fátækir ellilífeyrisþegar! Nei alls ekki.

 

Við höfum tilboðið í gangi fram á þriðjudag, svo ef þú lest mínar fyrri blogggreinar og finnur hjá þér þörf til að láta peningana þína gera gagn á meðan þeir auka verðgildi sitt, getur þú haft samband eða keypt tré hér. www.betterglobe.com/21534

við kaup af 20-99 trjám gefst 10% bónustré

100-499 tré gefa 20% bónustré

500 tré og fleiri gefa 30% bónustré

Ef þig langar til að vinna mikilvægt starf og finna að þú skiptir máli í þinni vinnu, hafðu þá samband við mig. Við höfum þörf fyrir sölufólk á Íslandi eins og annars staðar. Góð kennsla er í boði og yndislegir vinnufélagar.


Hvaðan koma peningarnir?

Better Globe Forestry er eins og hvert annað fyrirtæki, framleiðir vörur sem er seld á markaði. Better Globe er ekki þróunarhjálp, þó svo að markmið fyrirtækisins séu góð og starfsemin sé mun áhrifaríkari en nokkur þróunarhjálp getur verið, þá má alls ekki blanda starfseminni saman við þróunarhjálp.

9CÞar sem framleiðslutími vörunnar sem við seljum er mjög langur og markmiðið er að útrýma fátæktinni í heiminum, þá er þörf fyrir meira fjármagn en fyrirtækið getur fjármagnað sjálft. Fleiri miljónir mans lifir undir fátækramörkum Sameinuðu Þjóðanna og eyðimörkin breiðist út um það bil 200 metra á hverju ári. Við þurfum því að gróðursetja fleiri miljónir trjáa og markmiðið er að fyrir 2044 verði búið að gróðursetja eitt tré fyrir hvern íbúa þessarar jarðar.

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að öll fjárfesting hefur í för með sér ákveðna áhættu. Það ættum við Íslendingar að vita eftir öll ár með óðaverðbólgu og ellilífeyrissjóði sem hafa misst sitt verðgildi. Eina leiðin til að vera viss um að ekki tapa sínum peningum er að nota þá alla í dag. Við erum þó mörg sem viljum ávaxta peningana okkar og þá er mikilvægt að maður skilji hvaðan peningarnir koma.

Þar sem fyrirtækið framleiðir svo verðmætar vörur, er lítil hætta á að við tréeigendur fáum ekki tilbaka peningana okkar. Skógur hefur ekki fallið í verði síðastliðna öld og þar sem felld eru 28 tré i Afríku fyrir hvert tré sem er gróðursett, má ætla að eftirspurnin muni verða 28 sinnum hærri en framboðið.  Reynslan af fyrirtækinu er líka góð. Í 10 ára hefur sala af trjám til almennings átt sér stad, en fyrirtækið hefur starfað í 12 ár.  Fyrirtækið hefur alla tíð staðið við sínar skuldbindingar.

Ástæðan fyrir því að þessi leið fyrirtækisins er árangursríkari en þróunarhjálp, er að með gjafafé er illmögulegt að fá svo mikið fjármagn sem þarf til að skapa svo mörg atvinnutækifæri sem þörf er fyrir. Margir fjárfestara kaupa tré fyrir fleiri þúsund evra á hverju ári, sem veitir starfseminni reglulegt fjármagn og leiðir til þess að fyrirtækið stækkar á hverju ári og skapar fleiri atvinnutækifæri. Þetta hefði ekki verið mögulegt ef um gjafafé hefði verið að ræða. Margir setja hluta af sínum ellilífeyrissparnaði í þetta verkefni og aðrir nota þessa leið til að spara fyrir börnin sín og kenna þeim að spara á arðsaman og samtímis ábyrgan hátt. Það má segja að þau stuðli að betri framtíð, bæði fjárhagslega en ekki minnst fyrir umhverfið og möguleika okkar mannvera að búa áfram á þessari jörð.

2016-11-11Að spara í trjám:

2016  Þú kaupir eitt tré í dag á 17 evrur.

2020-2034 þú færð arð af þínu tré 15% eða 2,55 evrur fyrir hvert tré á hverju ári í 15 ár, samtals 38,25 evrur

2035 Better Globe kaupir tilbaka tréð þitt á 170 evrur.

 

 

12195889_1643655175903003_3394412871289056107_nEf þú kaupir tré á hverju ári, munt þú eftir 2035 alltaf eiga einhver tré sem gefa 170 evrur fyrir hvert tré.

Þegar þú kaupir þitt tré, kaupir þú ekki eitt ákveðið tré. Það væri mjög óheppilegt ef þitt tré skyldi af einhverjum ástæðum ekki lifa.  Eitt tré sem þú kaupir á 17 evrur er að 40% hluta tré sem ber ávöxt eftir stuttan tíma, svo sem gumi, mangó eða hnetutré og að 60% er það mukau tré sem er timburtré af mjög háum gæðaflokki.Það sem kemst næst því að gæðum er afríkönsk mahóní, en það er samt ekki jafn verðmætt.

gummitreEf við kíkjum betur á hvaðan peningarnir koma fyrir arðgreiðslunum, skulum við kíkja fyrst á 15% sem koma frá ári 5-15. Þú færð 2,55 evrur fyrir hvert tré.

Hér á myndinni sérðu gumi tré, en afurðin er notuð í matvæla og lyfjaframleiðslu. Skapar góðar útfluttningstekjur fyrir landið

 

 

 

 

mangotreEf við göngum út frá mangó, en hvert tré gefur 100-400 kg mangó á ári. 40% af því eru þá rúmlega 100 kíló sem duga mjög vel fyrir þeim 2,55 evrum sem þú færð í arð fyrir hvert tré á ári.

 

 

 

 

2016-11-11 (1)Stóra arðgreiðslan sem kemur tuttugasta árið er frá timburtrénu. Afríkanska mahónín kostaði 2015 1050 evrur hvert tré en það þarf 2-3 tré í hvern rúmmetra. Hvert tré selst því á 350 evrur og 60% af því sem gera þá 250 evrur.  Þarna er gengið út frá verði á afríkanskri mahóní em er ekki eins verðmætt og mukau tré en kemst næst því í verði. Tréð hefur aukið i verði um það bil 20% á ári, svo þegar trén þín frá 2016 verða greidd út má reikna með að verðið hafi aukist mikið.  Þetta verð dugar þó vel fyrir þeirri arðgreiðslu sem er lofuð.

Í Afríku eru felld 28 tré fyrir ringar bghvert tré sem er gróðursett, svo framboðið verður þá 28 sinnum minni en  eftirspurnin. Auðvitað verða settar á stofn verksmiðjur sem munu framleiða húsgögn og  parket og skapa þannig fleiri atvinnutækifæri. Hringurinn á myndinni er framleiddur úr mukau og silfri eða koppar og kostar tæpar 9 000 isk.

 

 

 

2k Þessi húsgögn eru hönnuð af Hollenska húsgagnahönnuðinum Marc Van Rampelberg en áætlað verð á þessu setti er um 5 000 euro.

 

 

 

 

2n Ekki er komið verð á þetta skartgripaskrín, en ég væri til í að borga nokkra þúsundkalla fyrir það


Better Globe 10 ára

Nú þegar kosningunum er lokið í USA og það er orðið ljóst að umhverfið kemur sennilega til með að verða mest líðandi fyrir nýjan forseta, vil ég uppmana alla til að kaupa tré sem binda hálft tonn af kolvetni. Þetta er auðveldasta leiðin fyrir venjulegt fólk að koltvísýrings jafna líf sitt. Að meðaltali þarf hver einstaklingur á vesturlöndunum að jafna burtu 10,5 tonn koltvísýrings. Það dugar semsagt að kaupa 21 tré á ári.

Nú þegar Better Globe heldur uppá 10 ára afmælið, fögnum við því og frábærum árangri með að bjóða magnafslátt af trjám.

20 tré gefa 10% bónustré eða samtals 22 tré. Þau kosta 340 evrur og munu gefa af sér 208,25 evrur hvert eða 4581 evru á 20 árum. 10% bónustré gilda fyrir kaup af 20-99 trjám

 

20% bónustré fyrir kaup af 100-499 trjám, en 100 tré munu þá kosta 1700 evrur og 120 tré munu þá gefa arð uppá 24 990 evrur.

 

30% bónustré fyrir kaup af 500 trjám eða fleiri. 500 tré kosta 8 500 evrur og 650 tré gefa arð uppá 135 362,5 evrur.

 

Hlustið endilega á fundinn í kvöld eða hafið samband svo mun ég skýra út fyrir ykkur hvaðan peningarnir koma. Skoðið einnig það sem ég hef skrifað áður hér á síðuna.

astanorrman@gmail.com


Besta leiðin til að kynnast Better Globe i dag á netinu.

Rino og Julia Solberg eru á fyrirlestraferð í Svíþjóð. I fyrradag voru þau i Malmö og í gær var ætlunin að halda fund í Stokkholmi. Þar sem mikill snjókoma hefur verið í Stokkholmi sem hefur valdið kaos í umferðinni, komst ekki parið á fundinn í Stokkholmi. Nærri 500 mans höfðu bókað sæti á fundinum og hluti af þeim varð einnig veðurteptur.Til að bæta fólki upp þessi vandræði, munum við streama fundinn frá Gautaborg í kvöld.  Fundurinn er  sænsku/norsku og sennilega að hluta til á ensku. Öllum er velkomið að taka þátt. Koma upp spurningar, hafið þá samband við mig i astanorrman@gmail.com

Slóðin að fundinum í kvöld. Byrjr klukkan 17 að íslenskum tíma.

https://bambuser.com/channel/rikatillsammans 

 

 

 


Þróunaraðstoð, sóun á fjármunum. Stór hluti fer í spillta embættismenn

I Afríku heldur fátæktin að aukast þrátt fyrir biljónir í þróunarhjálp á hverju ári. Hvers vegna? Jú vegna þess að þróunarhjálp er ekki leiðin útúr fátækt.

Ngozi Okonjo-Iweala var fjármálaráðherra Nígeríu. Hún veit hvað hjálpar mest. Jú að fjárfesta í fyrirtækjum í Afríku sem skapa atvinnu. Hlustið á erindið hennar i TedTalks

 


Mukau tré

50-200 mans eru í vinnu hjá Better Globe við skógræktarstöðina i Kiambere. Þar hefur fyrirtækið um 5 000 hektara landsvæði.

2bÁ þessu svæði er aðallega ræktað muaku tré, en það er mjög tímafrekt starf. Undir eðlilegum kringumstæðum er þetta tré sem fjölgar sér með því að skjóta rótum. Trénu hefur næstum  verið útrýmt. Í gróðrarstöðinni er því sáð, en fræin eru í litlum ávöxtum á stærð við plómur, harðir svo það þarf að berja þá sundur með kylfum til að komast að fræjunum. Fræin eru látin liggja í vatni í nokkra klukkutíma, síðan er skorið í þau með rakblaði og þau sett í jörð.

2d

 

Undir rakatjaldi spíra þau.

 

 

 

 

 

2e

Síðan eru þau sett í litla vaxtarpoka og stækka þar við góða umönnun.

 

 

 

 

 

2E120 cm háum plöntunum er svo komið í jörð. Litlu plönturnar þarf að vökva í tvö ár þar til ræturnar hafa náð niður í grunnvatnið og það þarf að gæta þeirra fyrir geitum sem þykja þær gómsætar. Einnig er hætta á að stærri dýr trampi á jurtirnar og eyðileggi þær.

 

 

 

6 manader gamla tredHálfu ári eftir að tréð er gróðursett, er jarðvegurinn orðinn allt annar og ekkert mál að rækta grænmeti á milli trjánna. Trén þurfa ennþá vökvun og það þarf að gæta þess að geitur og stærri dýr komist ekki inná svæðið og drepi plönturnar.

3 arÞessi tré eru þriggja ára. Nú þarf bara að klippa af hliðargreinar svo tréð gefi beinan og fínann bol. Þau vaxa fyrst á hæðina og síðan á breiddina.

 

 

 

DSC_0100Eftir 16-20 ár er tréð um 60 cm i þvermál og gefa um 1/3 M2 við. Þar sem þessi viður er ekki til sölu ennþá þar sem Better Globe er eina fyrirtækið sem ræktar þessi tré, ber maður verðið gjarnan saman við afríkönsku mahogní trén sem koma næst þessu að gæðum. 2015 var rúmmetrinn 1050 Evrur á heimsmarkaðsverði og hefur þá farið hækkandi um ca 20% á ári. Það má því teljast öruggt að trékaupendur fái tilbaka þær 170 evrur sem fyrirtækið lofar okkur tilbaka eftir 20 ár. Verð á timbri hefur ekki fallið síðastliðna öld, svo hættan á því má teljast í lágmarki, sérstaklega þegar tekið er tillit til að við mannfólkið erum að höggva niður allan skóg í heiminum. 

 

 

 


The Better Globe way

Better Globe vinnur á nokkuð sérstakan hátt. Til að tryggja afkomu fyrirtækisins, sér það til að allir þeir sem koma að rekstrinum á einhvern hátt, hafi hag af að fyrirtækinu vegni vel. Win/Win

kiambereFyrsta svæðið sem var leigt undir skógrækt, var við lónið Kiambere en rafveitan KenGen, er í eigu ríkisins. Það rignir ca 60mm á ári og 65% af íbúum svæðisins er án atvinnu.

Það kom snemma í ljós hver hagur rafveitunnar var af skóginum. Trén bundu jarðveginn sem rann ekki lengur niður í lónið. Túrbínurnar þurftu mun minna viðhald og entust lengur. í þakklætisskyni hefur Better Globe fengið ókeypis rafmagn, vatn og landsvæði undir rannsóknarstofuna sem þeir eru að byggja á svæðinu.

Á þeim svæðum sem Better Globe starfar, er reynt að skapa sem flestum atvinnu með því að ráða fólk í hlutastörf svo sem flestir fái notið góðs af.

DSC_0074Skólar eru byggðir eða gert við gamlar skólabyggingar. Þar sem flest börn hafa það hlutverka að ná í vatn og nota til þess oft allan daginn, er séð til að þau fái vatn í skólanum og geta þá gengið þangað í staðinn. Viðvera barna á svæðunum sem við vinnum á, hefur aukist um 100%

Allt það fólk sem býr í nágreni skógræktarsvæðanna, hefur hag af fyrirtækinu og þess vegna er ekki nauðsynlegt að ráða öryggisvaktir, heldur aðeins vaktir sem sjá til að dýrin borði ekki upp viðkvæmar plöntur.

Ríkisstjórnin sér mikinn hag í starfsemi Better Globe. Útflutningstekjur hafa aukist vegna framleiðslu gumi sem er notað í lyfja og matvælaiðnað.

Skatttekjur af fyrirtækinu koma að góðu gagni og Better Globe fékk viðurkenningu frá fjármálaráðherra Kenýa fyrir að vera besta fyrirtækið í hóp lítilla og meðalstórra fyrirtækja til að borga skatt.

2016-11-07Allur heimurinn hefur hag af trjáræktinni þar sem trén binda að meðaltali 500 000 kg koltvísýrings. Meðal manneskja orsakar um 10,5 tonna aukningu á koltvísýringi í andrumsloftinu á ári. Með því að kaupa 21 tré á ári getur hver og einn orðið koltvísýringshlutlaus.

Fyrirtækið gerir fólki útum allan heim mögulegt að ávaxta spariféð sitt. Þessi kostur er flestum mögulegur þar sem hægt er að kaupa tré í stykkjatölu svo aðeins um 2 000 ISK er nóg til að kaupa eitt tré.

Ávöxtunin er um 15% með vaxtavöxtum meðtöldum.Arðurinn er borgaður undir 20 ára tímabil og er samtals 208,25 evrur eða um 25 500 ISK á gengi dagsins í dag.

12195889_1643655175903003_3394412871289056107_nEf keyptur er sami fjöldi trjáa á hverju ári og arðurinn fyrstu árinn notaður til að kaupa tré, mun hagnaðurinn líta svona út. Þarna er ekki tekið tillit til hversu mörg tré eru keypt, heldur aðeins að alltaf eru keypt jafn mörg tré. Eftir tíunda árið er dæmið komið í plús og tekjurnar orðnar hærri en útgjöldin. Það er semsagt aðeins nauðsynlegt að spara í 10 ár og mun þá verða borgaður út arður í 20 ár eftir að hætt er að kaupa tré.

 

 

 

 


Land grabbing eða að taka sér landsvæði.

DSC_0100 (1)Flestir bændur i Kenýa eru mjög fátækir og hafa ekki keypt eða leigt sér það land sem þeir búa. Þeir gera eins og landnámsmennirnir gerðu á Íslandi, tóku sér land. Það hefur gengið vel þar til fyrir nokkrum árum er áhugi stórfyrirtækja vaknaði.

Mikill fjöldi kínverskra skógsfyrirtækja er nú starfandi í Knýja. Þessi fyrirtæki færa þó ekki með sér aukin atvinnutækifæri, heldur hafa þau með sér starfsfólk að heima. 

DSC_0013Stjórnvöld í Kenýa eru meðvituð um að skógur er leiðin útúr fátækt og markmiðið er að 10% af landsvæði Kenýa skuli vera skógi vaxið. Það er því auðvelt að fá leigt landsvæði undir skógrækt og fyrirtækin velja náttúrulega þau landsvæði sem er auðveldast að rækta.

Það eru þó ekki bara kínversk fyrirtæki sem eiga sök þarna. Bæði norsk og sænsk yfirvöld hafa gert samning um ræktun á skóg í Úganda, sem þau nota til að kolefnisjafna. Sænska sjónvarpið hefur fjallað um hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir bændur sem bjuggu það land.

Afleiðingarnar eru þær að þeir missa bæði heimili sín og lifibrauð því skógræktarfyrirtækin hafa ekki áhuga á að hafa bændur búandi á svæði sem þeir ætla undir skógrækt.

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband